Bílastæði

Hér sést bílastæðið hinum megin við ána. Til að komast þangað er beygt upp síðasta afleggjarann til hægri áður en komið er að Gljúfrasteini ef keyrt er frá Mosfellsbæ.

Fyrir safngesti er bílastæði við veginn fyrir neðan húsið. Þegar mikið er um að vera á safninu eru þau stæði þó yfirleitt fljót að fyllast. Þá er hægt að leggja í stæði sem eru hinum megin við Köldukvísl framan við Jónstótt. Til að komast að þeim verður að beygja upp afleggjarann til hægri áður en komið er að Gljúfrasteini ef keyrt er frá Reykjavík sem merktur er Helgadal. Ekið er upp Jónstóttarveg eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.