Gljúfrasteinn 1945-1970

Gljúfrasteinn í byggingu

Gljúfrasteinn árið 1955, sama ár og Halldór fékk nóbelsverðlaunin

Gljúfrasteinn í kringum 1956

Myndin sýnir Buick bifreið skáldsins fyrir framan Gljúfrastein. Hún er líklegast tekin af Halldóri sjálfum, "um miðbik" 6. áratugarins.

Árið 1961 var byggð sundlaug í garðinum á Gljúfrasteini. Halldór hafði kynnst svona laugum við heimahús þegar hann bjó í Los Angeles seint á fjórða áratugnum og var að reyna fyrir sér sem handritshöfundur í Hollywood. Áður en hann fór erlendis vorið 1961 bað hann Auði að koma upp sundlaug meðan hann væri í burtu. Þessi mynd er tekin ári seinna, 1962.