Æskuárin

Reykjavik um 1900. Meginbyggðin í Kvosinni við norðurenda Tjarnarinnar.

Laugavegur um aldamótin. Séð upp eftir neðsta hluta götunnar. Halldór Laxness fæddist á Laugavegi 32 árið 1902.

Halldór Guðjónsson árið 1903, eins árs gamall

Halldór þriggja ára, um það leyti sem fjölskyldan fluttist í Mosfellssveit

Halldór Laxness fjögurra ára með foreldrum sínum, Sigríði Halldórsdóttur og Guðjóni Helga Helgasyni, vegaverkstjóra.

Guðný Klængsdóttir (1832-1924), móðuramma Halldórs. Hún var mikill áhrifavaldur í lífi Halldórs og í sjónvarpsviðtali árið 1988 sagði hann um hana: „Það var hún amma mín. Hún var svona í kringum níutíu ára gömul og hún kunni allt sem maður þurfti að kunna til þess að verða skáld. Hún kunni endalausar rímur, sálma og ljóð og sögur – endalaust, enginn botn. Og þetta voru hlutir sem ekki hafa skilið við mig síðan. Það er eitthvað af þessu inni í mínum sálarkrókum."

Það var hún amma mín. Hún var svona í kringum níutíu ára gömul og hún kunni allt sem maður þurfti að kunna til þess að verða skáld. Hún kunni endalausar rímur, sálma og ljóð og sögur – endalaust, enginn botn. Og þetta voru hlutir sem ekki hafa skilið við mig síðan. Það er eitthvað af þessu inni í mínum sálarkrókum

Brúða Halldórs Laxness - Fríða Rósa Hólmfríður frú Engilbert, við rúm sitt, gamlan vindlakassa.

Stafrófskver eftir Eirík Briem þar sem riteð er innan á aftari kápu: „Herra Halldór Guðjónsson Laxnesi Mosfellssveit Kjósarsýsslu á þessa bók. Hann pabbi hans gaf honum hana til þess að hann gæti lært að lesa."

Teikning af Byron lávarði. Halldór teiknaði hana tólf ára gamall og er þetta eina teikningin eftir hann sem hefur varðveist.

Lokin á skólastíl sem Halldór skrifaði til gagnfræðaprófs við Menntaskólann í Reykjavík. Hann er fimm þéttskrifaðar síður og hálfri betur og var prentaður í fyrsta sinn í ritinu Þar ríkir fegurðin ein.

Halldór frá Laxnesi á sautjánda ári. Þannig leit skáldið út er Barn náttúrunnar kom út. Klæðaburðurinn minnir á teikningu Halldórs af Byron lávarði.

Halldór nýkominn til Danmerkur - 17 ára og fyrsta bókin rétt ókomin út heima á Íslandi.

Vordagur á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn árið 1920. Halldór og Óskar Halldórsson útgerðarmaður hittast og láta mynda sig saman.

Halldór kvaddi sér fyrst hljóðs sem rithöfundur árið 1919 með skáldsögunni Barn náttúrunnar, þá aðeins 17 ára. Hér er hann ásamt vini sínum, Jóhanni Jónssyni í Leipzig þremur árum síðar.

Vegabréf Halldórs frá árinu 1922

Halldór í Innsbruck í Austurríki árið 1921.

Halldór Kiljan Marie Pierre Laxness á skírnardag sinn, 6. janúar 1923, í St. Maurice de Clervaux í Lúxemborg. Myndina sendi hann móður sinni og skrifaði á bak hennar: „Svona leit ég út daginn sem ég var skírður og fermdur og gerðist meðlimur hinnar heilögu kaþólsku kirkju! Ég vona að þér þyki gaman að eiga mynd til minnis um hinn helgasta og hátíðlegasta dag í lífi mínu. Þinn Dóri.

Bústaður Halldórs í Taormínu á Sikiley, Pensione Riis, þar sem hann dvaldist við að skrifa Vefarann mikla frá Kasmír sumarið 1925. Halldór ferðaðist víða þegar hann var að vinna að verkum sínum til að losna við daglegt argaþras heimafyrir, eins og hann sagði sjálfur.

Halldór Kiljan Laxness vorið 1926.

Fræg mynd af Halldóri í Los Angeles en þar dvaldist hann frá 1927-8.

Halldór Kiljan Laxness í San Francisco