Á efri árum

Brynja Benediktsdóttir og Halldór Laxness í dyrum Iðnó er leikritið Straumrof var sett upp 1977.

Undirbúningur fyrir tökur á Paradísarheimt. Hér ræðir þýski leikstjórinn Rolf Hädrich við Nóbelsskáldið. Myndin er tekin 25. september 1977.

Halldór í vinnustofu sinni á Gljúfrasteini árið 1980.

Nóbelsskáldið í vinnustofu sinni á Gljúfrasteini árið 1980.

Halldór Kiljan Laxness og þýskir kvikmyndagerðarmenn, sem unnu heimildarmynd um skáldið, í framleiðsludeild Morgunblaðsins árið 1980.

Skáldið áritar bækur sínar fyrir eftirvæntingarfulla lesendur.

Frá kynningarfundi Þjóðleikhússins, er kynnt var jólafrumsýning leikhússins 1981, á Húsi skáldsins. Frá vinstri Halldór, dóttir hans Guðný og Sveinn Einarsson, þjóðleikhússtjóri.

Halldór við skúlptúr á Gljúfrasteini.

Á áttatíu ára afmæli Halldórs Laxness, Hótel Sögu, 1982. F.v.: Halldór, Vigdís Finnbogadóttir forseti og Andrés Björnsson útvarpsstjóri.

Sveitungar Halldórs Laxness efndu til samkomu í Hlégarði á áttræðisafmæli hans árið 1982. Þar hittu þeir hinn aldna heiðursborgara sinn. Við hlið hans situr Salóme Þorkelsdóttir.

Kristján Albertsson óskar Halldóri til hamingju á áttræðisafmælinu. Á myndinni eru einnig Auður Laxness og Kristján Karlsson.

Halldór afhendir Jóhannesi Nordal Seðlabankastjóra verðlaunapening Nóbelsstofnunarinnar og verðlaunaskjal til varðveislu í Myntsafni Seðlabanka og Þjóðminjasafns.

Halldór Laxness við sundlaugina að Gljúfrasteini

Halldór Laxness í vinnustofunni.

Með barnabörnum, börnum Sigríðar, að Gljúfrasteini í nóvember 1984.

Tinna Gunnlaugsdóttir leikkona heilsar upp á Halldór Laxness fyrir frumsýningu kvikmyndarinnar Atómstöðvarinnar, 6. mars 1984. Tinna var í einu aðalhlutverkanna, lék Uglu. Halldóri á hægri hönd er Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands.

Halldór Laxness ásamt leikurum úr Íslandsklukkunni sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Sveins Einarssonar árið 1985, f.v. Guðbjörg Þorbjarnardóttir sem lék móður Jóns Hreggviðssonar, Halldór, Baldvin Halldórsson sem lék blindan mann, Anna Guðmundsdóttir sem lék sýkna konu og sakfellda og Valdemar Helgason sem lék varðmann úr Kjósinni.

Ólafur ragnarsson og Halldór á svölunum á Gljúfrasteini, líkast til 1987.  Ljósmyndari : Óþekktur

Halldór og Auður Laxness koma til 85 ára afmælishátíðar skáldsins í Þjóðleikhúsinu ásamt frú Vigdísi Finnbogadóttur forseta Íslands.

Halldór Laxness og myndlistarmaðurinn Snorri Sveinn árita Söguna af brauðinu dýra í apríl 1987.

Laxnessþing 1987. Thor Vilhjálmsson og Nóbelsskáldið heilsast.

Peter Hallberg heilsar upp á Halldór og Ólaf Ragnarsson útgefanda á Laxnessþingi árið 1987. Hallberg ritaði gerst um verk Halldórs og var sérstakur gestur þingsins.

Halldór Laxness og dr. Jakob Benediktsson, sem þýddi nokkrar bóka hans á dönsku. Myndin er tekin á Laxnessþingi 1987.

Halldór Kiljan Laxness og Auður Laxness fyrir framan Stjörnubíó í Reykjavík árið 1989, þegar kvikmyndin Kristnihald undir Jökli var frumsýnd, en henni leikstýrði dóttir þeirra hjóna, Guðný Halldórsdóttir.

Halldór Laxness undirritar útgáfusamning við Ólaf Ragnarsson útgefanda.

Jóhannes Páll páfi II. heimsótti Ísland árið 1989. Í Kristskirkju í Landakoti hitti Halldór páfa, en þeir höfðu kynnst áður er báðir unnu að friðar- og menningarmálum á vegum rithöfunda í Evrópu. Á myndinni ræðir Halldór við páfa og frú Auður stendur hjá.

Fjölmiðlafólk ræðir við Halldór á sjötíu ára rithöfundarafmæli hans árið 1989.

Skáldið virðir fyrir sér höfundarverk sitt á bókasýningu á Kornhlöðuloftinu í októbermánuði 1989 þegar 70 ár voru liðin frá útkomu fyrstu bókarinnar, Barns náttúrunnar.

Halldór Laxness og Svavar Gestsson alþingismaður ræða um brjóstmynd af Halldóri, sem afhjúpuð var á Landsbókasafninu á 70 ára rithöfundarafmæli skáldsins.

Halldór Laxness á gönguferð í Mosfellsdalnum.

Halldór Kiljan Laxness og eiginkona hans frú Auður Laxness á níræðisafmæli skáldsins.

Halldór Laxness hafði dálæti á tónlist alla tíð og samdi meðal annars nokkuð af tónlist sem lítið hefur komið út af. Hér situr skáldið við flygilinn að Gljúfrasteini.

Halldór Laxness í viðtali á Gljúfrasteini.

Auður og Halldór Laxness í vinnustofunni á Gljúfrasteini.

Halldór Laxness í vinnustofu sinni á Gljúfrasteini.

Halldór við lestur í skrifstofu sinni á Gljúfrasteini.