Nóbelsverðlaun

27. október árið 1955 tilkynnti dómnefnd Sænsku akademíunnar að Halldór Kiljan Laxness hlyti bókmenntaverðlaun Nóbels það ár. Í tilkynningunni kemur fram að hann hljóti verðlaunin fyrir litríkan skáldskap sem endurnýjað hefði íslenska frásagnarlist.