Vilt þú vera vinur Gljúfrasteins?

04/05 2010

Halldór og Auður með Nóbelsskjalið.

Vinafélag Gljúfrasteins var stofnað 23. apríl 2010. Tilgangur félagsins er að veita Gljúfrasteini stuðning og aðstoð og að efla vitund um arf Halldórs Laxness og mikilvægi hans.
Vinafélagið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á skáldinu og starfseminni á Gljúfrasteini.

Til þess að gerast félagi þarf að senda nafn, kennitölu, heimilisfang, síma og netfang á gljufrasteinn [hjá] gljufrasteinn.is eða hringja í síma 586 8066 á opnunartíma safnsins.

Framundan á Gljúfrasteini

8. maí 
Næsta laugardag verður menningarlegt uppistand á Gljúfrasteini klukkan 16. Það eru þeir Bergur Ebbi Benediktsson, Halldór Halldórsson, Jóhann Alfreð Kristinsson og Ari Eldjárn sem munu fara með gamanmál eins og þeim einum er lagið.

30. maí 
Benedikt Erlingsson leikstjóri Íslandsklukkunnar sem frumsýnd var á 60 ára afmæli Þjóðleikhússins (22. apríl 2010) mun ræða um leikgerð hennar á verki mánaðarins í maí.

6. júní
Fyrstu stofutónleikar sumarsins. Eins og undanfarin ár verða tónleikar í stofunni á Gljúfrasteini á hverjum sunnudegi í júní, júlí og ágúst. Nánari dagskrá má finna á heimasíðu Gljúfrasteins.