Útvarpsþættir um Auði

08/08 2014

Í tilefni af væntanlegri sýningu Gljúfrasteins um Auði Sveinsdóttur var flutt á Rás eitt þriggja þátta útvarpsröð um Auði og ýmislegt sem tengist lífi hennar, þar á meðal vináttu hennar og Nínu Tryggvadóttur listamanns, hannyrðir, textílverk og greinaskrif. Þáttunum hefur nú öllum verið útvarpað en bent er á að enn má heyra þá í Sarpi RÚV.

Sýningin, sem fengið hefur titilinn Auður á Gljúfrasteini - Fín frú, sendill og allt þar á milli, verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar föstudaginn 22. ágúst og mun standa til 27. september.