Útvarpsþættir um Auði Laxness og Nínu Tryggvadóttur á Rás 1

23/07 2018

Auður í garðinum á Gljúfrasteini. Myndin líklega tekin 1957-1958

,, Ég vildi að ég væri komin til þín í fjallaloftið á Gljúfrasteini til að hvíla mig og hressa“ skrifaði Nína Tryggvadóttir í einu af mörgum bréfum til vinkonu sinnar Auðar Sveinsdóttur Laxness. Fjallað er um vinkonurnar Auði og Nínu í þáttum Mörtu Guðrúnar Jóhannesdóttur sem nú eru endurfluttir á Rás 1 í tilefni aldarafmælis Auðar Laxness. 

Hér má nálgast þættina.