Upplestur í stofunni sunnudaginn 12. desember

07/12 2010

Efsti hluti klukkunnar frægu frá Brekku á Álftanesi sem sagði „ei-líbbð ei-líbbð“ í Brekkukotsannál. Árið 1916 skrifaði Halldór Laxness grein um klukkuna í Morgunblaðið og kemur þar fram að hún hafi komið til landsins „á öndverðum síðasta fjórðungi 18. aldar“. Hún gengur enn og slær með björtum fögrum hljóm. Með stiganum upp á efri hæðina hanga tvö málverk eftir Svavar Guðnason og eitt eftir norska málarann Weiderman. Myndina yfir dyrunum inn í eldhúsið segir Auður Halldór hafa „keypt í útlöndum“.

Nú er komið að þriðja upplestri á aðventu hér á Gljúfrasteini. Dagskráin er eftirfarandi: Kristín Eiríksdóttir Doris deyr, Elías Knörr Sjóarinn með morgunhestana undir kjólnum, Einar Kárason Mér er skemmt, Óskar Árni Óskarsson Þrjár hendur. Stofuupplesturinn hefst stundvíslega kl. 16. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.