Tónleikar Pascal Pinon á Safnanótt

03/02 2015

Hljómsveitin Pascal Pinon heldur tónleika á Gljúfrasteini klukkan 21 á Safnanótt, föstudaginn 6. febrúar.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Safnanótt er haldin í samstarfi við Vetrarhátíð ár hvert. Safnanæturstrætó gengur í öll söfn sem taka þátt og er Gljúfrasteinn engin undantekning. Strætóinn fer frá Kjarvalsstöðum kl. 20.00 og til baka frá Gljúfrasteini kl. 22.00.

Safnið verður opið um kvöldið frá 19-24 og býðst gestum að skoða það sér að kostnaðarlausu.

Hljómsveitin Pascal Pinon var stofnuð árið 2009 af tvíburasystrunum Jófríði og Ásthildi Ákadætrum, þegar þær voru 14 ára gamlar. Þær gáfu út sína fyrstu plötu sjálfar en skrifuðu svo undir samning hjá Morr Music í Berlín ári síðar og hafa unnið með þeim upp frá því. Árið 2013 kom út önnur breiðskífa þeirra, sem ber heitið Twosomeness.

Minnum á bílastæðin hinum megin við Köldukvísl.