Sumar í Gljúfrasteini

12/04 2014

Skáldið á göngu með hundinn meðfram Köldukvísl.

Nú þegar sumarið er komið eru flestir farnir að huga að góðri afþreyingu. Þegar sólin skín og fuglarnir syngja er fátt betra en að koma og skoða Gljúfrstein og fara svo í gönguferð um heimahaga skáldsins. Hægt er að skoða Helgufoss og Guddulaug sem eru einstaklega fallegir staðir. Halldór Laxness lýsti Guddulaug árið 1975 í endurminningarsögunni ,,Í túninu heima" og gerði hana að himneskum heilsubrunni. Hann skrifar: ,,Í dalnum trúðu allir á þessa lind; einlægt ef einhver var hættulega sjúkur var sótt vatn í þessa lind. Faðir minn trúði á þessa lind. Ég trúi líka á þessa lind. Þegar faðir minn var hætt kominn í lúngnabólgu í fyrra sinnið var ég látinn sækja vatn handa honum í þessa lind tvisvar á dag og honum batnaði. Þegar hann fékk lúngnabólgu næst, átta árum síðar, þá var ég í bænum að láta prenta Barn náttúrunnar og einginn til að sækja honum vatn í þessa lind og hann dó ..."

Umhverfi Helgufoss er náttúruperla þar sem meðal annars er álfakirkja. Helgufoss rennur fyrir ofan Gljúfrastein og gengið uppmeð Köldukvísl og að Helgufossi.  
Í Mosfellsdalnum eru líka fleiri ákaflega fallegir staðir sem má finna í göngukorti Mosfellsbæjar.