Sögur af skáldi í stofunni á Gljúfrasteini

07/04 2019

Auður Jónsdóttir, rithöfundur segir sögur í stofunni á Gljúfrasteini

Um 100 erlendir þátttakendur í ritlistarbúðunum Iceland Writers Retreat heimsóttu Gljúfrastein í vikunni. Um er að ræða árlegan viðburð þar sem þekktir rithöfundar, erlendir og innlendir leiða vinnustofur og pallborðsumræður um bókmenntir. Síðustu ár hafa íslenskir rithöfundar komið á Gljúfrastein og rætt við þátttakendur. Í ár var það Auður Jónsdóttir, rithöfundur og barnabarn Halldórs Laxness sem hitti hópinn í stofunni á Gljúfrasteini. Auður talaði um rithöfundaferil sinn og sagði sögur af Halldóri afa sínum og Auði ömmu sinni.