Snorri Helgason á Gljúfrasteini

23/07 2013

Snorri Helgason, tónlistarmaður.

Á næstu stofutónleikum Gljúfrasteins kemur Snorri Helgason fram. Snorri mun flytja frumsamda tónlist af sínum tveimur útgefnu hljómplötum, I'm Gonna Put My Name On Your Door (2009) og Winter Sun (2011) í bland við nýrra efni af væntanlegri þriðju hljómplötu sinni, Autumn Skies sem gefin verður út með haustinu. Einnig mun Snorri flytja útsetningar sínar af bandarískum og breskum þjóðlögum.

Tónleikarnir hefjast kl. 16.00 og aðgangseyrir eru 1000 krónur. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason hefur á undanförnum árum skapað sér gott orð í tónlistarheiminum bæði innanlands sem utan. Tónlist Snorra er nokkurs konar þjóðlagapoppbræðingur þar sem sterkar melódíur og kassagítarinn eru í forgrunni. Frekari upplýsingar um Snorra og tónlist hans má finna á vefsíðu hans, snorrihelgason.com.

Hér má finna dagskrá stofutónleikanna fyrir sumarið 2013