Skemmtilegur fyrirlestur Jóns Yngva síðasta sunnudag

Jón Yngvi Jóhannsson hélt fyrirlestur um samskipti Halldórs Laxness og Gunnars Gunnarssonar 26. febrúar 2012

Jón Yngvi Jóhannsson ræddi um samskipti Halldórs Laxness og Gunnars Gunnarssonar á Verki mánaðarins síðasta sunnudag. Það var margt um manninn í stofunni og eftir erindið gafst gestum kostur á að spyrja spurninga og ræða málin.

Verk mánaðarins er mánaðarlegur viðburður á Gljúfrasteini yfir vetrartímann. Í ár er það Bókmennta- og listfræðistofnun Háskóla Íslands og Gljúfrasteinn sem standa saman að fyrirlestraröðinni sem ber heitið „Ferðafélagar“.

Næsta Verk mánaðarins verður sunnudaginn 25. mars klukkan 16. Nánar verður fjallað um það innan tíðar.