Skemmtilegur fyrirlestur Jóns Yngva síðasta sunnudag

28/02 2012

Jón Yngvi Jóhannsson hélt fyrirlestur um samskipti Halldórs Laxness og Gunnars Gunnarssonar 26. febrúar 2012

Jón Yngvi Jóhannsson ræddi um samskipti Halldórs Laxness og Gunnars Gunnarssonar á Verki mánaðarins síðasta sunnudag. Það var margt um manninn í stofunni og eftir erindið gafst gestum kostur á að spyrja spurninga og ræða málin.

Verk mánaðarins er mánaðarlegur viðburður á Gljúfrasteini yfir vetrartímann. Í ár er það Bókmennta- og listfræðistofnun Háskóla Íslands og Gljúfrasteinn sem standa saman að fyrirlestraröðinni sem ber heitið „Ferðafélagar“.

Næsta Verk mánaðarins verður sunnudaginn 25. mars klukkan 16. Nánar verður fjallað um það innan tíðar.