Skáldverk í skammdeginu

17/12 2013

Á aðventuupplestri 15. desember komu fram Sigrún Á. Eiríksdóttir, Sigurlín Bjarney Gísladóttir, Þórdís Gísladóttir og Sjón.

Næstkomandi sunnudag verður síðasti upplesturinn á Gljúfrasteini í bili enda fer senn að líða að jólum. Dagskráin, sem sjá má hér að neðan, er glæsileg og þótt þetta sé síðasti sunnudagurinn verður hann sannarlega ekki sá sísti. Upplesturinn hefst kl. 16.00 og er aðgangur ókeypis. Allir eru velkomnir.

22. desember:
Vigdís Grímsdóttir - Dísusaga
Halldór Armand Ásgeirsson - Vince Vaughn í skýjunum
Eva Rún Snorradóttir – Heimsendir fylgir okkur alla ævi
Sindri Freysson – Blindhríð