Sex dagar í desember 1955

10.12 2025

Í dag 10. desember eru 70 ár frá því Halldór Laxness veitti Nóbelsverðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í konserthúsinu í Stokkhólmi 10. desember 1955.

Árið 1994 var frumfluttur útvarpsþátturinn Sex dagar í desember á Ríkisútvarpinu Rás 1. Umsjón hafði Jón Karl Helgason og Anna Melsteð sá um hljóðstjórn.

Í þættinum rifjuðu nokkrir gestir upp Nóbelshátíðina í Stokkhólmi árið 1955 en sögumaður þáttanna er Ragnar Jónsson í Smára, útgefandi Halldórs, sem skrifaði vinum á Íslandi bréf um þessa viðburðaríku desemberdaga.

Viðmælendur í þættinum voru Auður Laxness, eiginkona Halldórs; Doris Briem, eiginkona Helga Briem sendiherra og Sylvía Briem dóttir þeirra; sænski bókmenntafræðingurinn Peter Hallberg sem þýddi ýmis verk Halldórs og skrifaði fjölda bóka og ritgerða um skáldið; Birgir Möller, sem þá var sendiráðsritari í Stokkhólmi; Erlendur Lárusson, Haukur Tómasson og Sveinn Einarsson, en þeir voru í stjórn íslenska stúdentafélagsins í Stokkhólmi árið 1955. Þorsteinn Helgason ljáði Ragnari Jónssyni rödd sína.

Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur í spilara RÚV en í hann verður einnig vísað víðar á þessari síðu um Nóbelshátíðina 1955.

Hér má einnig nálgast eftirfarandi hljóðupptökur:
Jón Múli Árnason kynnir inn beina útsetndingu frá konserthúsinu í Stokkhólmi 10. desember 1955.

Jón Leifs, forseti BÍL fagnar Halldóri Laxness á hafnarbakkanum í Reykjavík við heimkomu skádsins 4. nóvember 1955.

Hannibal Valdimarsson forseti Alþýðusambands Íslands fagnar Halldóri Laxness á hafnarbakkanum í Reykjavík við heimkomu skáldsins 1955.

Halldór Laxness þakkar löndum sínum fyrir móttökurnar á hafnarbakkanum í Reykjavík 4. nóvember 1955

Jón Magnússon fréttastjóri ræðir við Halldór Laxness um Nóbelsverðlaunin í fréttaauka í nóvember 1955.
 

Halldór Laxness tekur við Nóbelsverðlaununum úr hendi Gústavs Adolfs VI. Svíakonungs í Stokkhólmi 1955.