Salka Valka í nýrri enskri þýðingu 

05/04 2022

Nú er Salka Valka komin út í nýrri enskri þýðingu. Breska útgáfufyrirtækið Penguin Random House stendur fyrir útgáfunni og þýðandinn er Philip Roughton. Áður hefur hann þýtt Gerplu auk fjölda annarra íslenskra skáldverka. 

Tímasetningin er aldeilis viðeigandi í ljósi þess að í ár fagnar Salka Valka 90 ára útgáfuafmæli. Fyrri bókin, Þú vínviður hreini, kom fyrst út árið 1931 og sú seinni, Fuglinn í fjörunni, ári síðar.  

Við fögnum þessari glæsilegu útgáfu og hana má að sjálfsögðu nálgast í safnbúð Gljúfrasteins.