Saga Veru Hertzsch í Snorrastofu í kvöld

21/01 2014

Skáldatími 1963

Í Snorrastofu í Reykholti verður í kvöld haldinn fyrirlestur um bókina Appelsínur frá Abkasíu sem kom út fyrir rúmu ári og fjallar um örlög Veru Hertzsch á tímum hreinsana Stalínstímans í Rússlandi. Það er höfundur bókarinnar, Jón Ólafsson sem flytur fyrirlesturinn sem hefst kl. 20.30. Í Appelsínur frá Abkasíu er saga aðalpersónunnar, Veru Hertzsch, er rakin á grundvelli æviminninga fanga sem voru með henni í fangabúðum en unnið var úr rússneskum og sovéskum heimildum um hana og konurnar sem deildu sömu örlögum á tímum hreinsana Stalínstímans. Þá er fjallað stuttlega um Gúlagið almennt og hliðstæður þess í Rússlandi í dag. Vera Hertzsch tengdist á sínum tíma Íslandi, en hún var barnsmóðir Benjamíns Eiríkssonar og átti í samskiptum við Íslendinga, sem dvöldu í Sovétríkjunum í lengri eða skemmri tíma, meðal annarra Halldór Laxness.

Frekari upplýsingar má nálgast hjá Snorrastofu