Safngripur á sýningu

27/05 2022

Við pýramídana í Egyptalandi, frá heimsreisu Halldórs og Auðar. Myndin er tekin í febrúarbyrjun 1958

Í Sarpi er vefsýning þar sem hægt er að skoða sérkennilega grip í eigu safnsins. Um er að ræða söðul fyrir kameldýr.

Í stofunni á Gljúfrasteini við arininn er lítill kollur, þannig var hann skráður í aðfangabók safnsins á Sarpi. Einn af gestum safnsins benti okkur á að hér gæti verið um að ræða söðul fyrir kameldýr, og mikið rétt, svo reyndist vera, eins og sjá má á netinu. Þennan söðul keypti  Auður á Basar í Kaíró snemma árs 1958, þegar þau hjónin voru í heimsreisunni eftir afhendingu nóbels-verðlaunanna. Þessi skemmtilegi hlutur sem Auður kallaði úlfaldasessu og við skráðum í Sarp sem koll, hefur prýtt stofuna á Gljúfrasteini í áratugi. Í safninu er einnig töluvert af myndum frá heimsreisunni og myndir frá skoðunarferð þeirra að pýramídunum fylgja með. Lesa má nánar um ferðina í dagbókum Auðar sem hún hélt í ferðinni og var birt að hluta í bókinni: Á Gljúfrasteini, Edda Andrésdóttir ræðir við Auði Laxness.