Safnadagur á Vesturlandi á Sumardaginn fyrsta

22/04 2014

Á einum veggnum í vinnustofu Halldórs Laxness, er málverkið Sumar eftir Svavar Guðnason. Eitt af ófáum verkum Svavars sem prýða veggi Gljúfrasteins.

Sumardaginn fyrsta fimmtudaginn 24. apríl verða söfn, sýningar og setur á Vesturlandi opin og aðgangur ókeypis.

Markmiðið með þessum fyrsta sameiginlega safnadegi á Vesturlandi er að vekja athygli heimamanna og gesta þeirra á fjölbreyttu starfi safna, setra og sýninga í landshlutanum. Gljúfrasteinn – hús skáldsins er þátttakandi í safnadeginum og býður gesti hjartanlega velkomna.

Safnið verður opið þennan dag frá kl. 10:00 – 17:00 og aðgangur er ókeypis.