Rithöfundar lesa fyrir gesti á aðventunni

21/11 2019

Aðventan á Gljúfrasteini 

Aðventan er á næsta leiti og þá koma rithöfundar á Gljúfrastein og lesa fyrir gesti úr nýjum bókum sínum.  Fyrsti upplestur verður sunnudaginn 1. desember og sá síðasti sunnudaginn 22. desember.  

Öll innilega velkomin meðan húsrúm leyfir.
Aðgangur er ókeypis. 

DAGSKRÁ UPPLESTRA Á GLJÚFRASTEINI:

1. desember klukkan 15:00
Auður Jónsdóttir - Tilfinningabyltingin
Huldar Breiðfjörð - Sólarhringl  
Fríða Ísberg  - Leðurjakkaveður 
Steinunn Sigurðardóttir -  Dimmumót 
Bragi Ólafsson - Staða pundsins 


8. desember klukkan 15:00
Gerður Kristný - Heimskaut 
Bergur Ebbi - Skjáskot  
Gunnar Theódór Eggertsson - Sláturtíð 
Vigdís Grímsdóttir - Systa  
Kristín Ómarsdóttir - Svanafólkið 
 

15. desember klukkan 15:00
Árni Óskarsson, þýðandi -  Vélar eins og ég eftir Ian McEwan
Dóri DNA  -  Kokkáll 
Harpa Rún Kristjánsdóttir - Edda 
Soffía Bjarnadóttir - Hunangsveiði 


22. desember klukkan 15:00

Sjón - Korngult hár, grá augu 
Pétur Gunnarsson - HKL Ástarsaga 
Guðrún Eva Mínervudóttir - Aðferðir til að lifa af 
Una Margrét Jónsdóttir - Gullöld revíunnar