Nóbelsvefur RÚV

30/10 2015

Halldór og Auður með Nóbelsskjalið.

RÚV hefur unnið sérstakan vef í tilefni af því að nú eru liðin 60 ár síðan Halldór Laxness hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels.

Á vefnum er að finna ítarlega umfjöllun um aðdraganda þess að Halldór hlaut verðlaunin og frásagnir frá hinum ýmsu hátíðahöldum sem fram fóru í tengslum við verðlaunaafhendinguna bæði hér á Íslandi og í Svíþjóð. Gömul útvarps- og sjónvarpsviðtöl við skáldið má finna á vefnum og einnig myndskeið frá verðlaunaafhendingunni sjálfri.

Vefinn má skoða í heild sinni hér.