Námskeið um Gerplu og Fóstbræðra sögu í Borgarfirði

03/10 2013

Gerpla 1952

Veturinn 2013-2014 bjóða Snorrastofa í Reykholti, Landnámssetur Íslands í Borgarnesi og Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi til námskeiðs um tengsl Gerplu eftir Halldór Laxness og  Íslendingasögunnar stórskemmtilegu, Fóstbræðrasögu, um þá fóstbræður Þorgeir Hávarsson og Þormóð Kolbrúnarskáld. Athugið að námskeiðið fer fram annars vegar í Snorrastofu í Reykholti og hins vegar í Landnámssetrinu í Borgarnesi.

Gerpla kom út árið 1952 og olli hún miklum deilum. Um er að ræða skáldsögu með yfirbragði íslenskra fornbókmennta. Halldór studdist m.a. við Fóstbræðrasögu og Ólafs sögu Haraldssonar eins og hún birtist í Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Í Gerplu er m.a. hæðst að þeirri hetjudýrkun sem einkennir fjölda fornsagna. Nánari rannsóknir á síðustu árum hafa einnig sýnt fram á að Fóstbræðrasaga sjálf er full af háði í þessu samhengi, sérstaklega í lýsingum á hetjuskap Þorgeirs Hávarssonar og kvennafari skáldsins Þormóðs.

Kennslan verður í höndum fræðimanna, sem kryfja og varpa ljósi sögurnar, hver frá sínu sjónarhorni.

 

Dagskrá námskeiðsins:

 

7. október, mánudagskvöld kl. 20-22

Landnámssetur í Borgarnesi

Leiðbeinandi Helga Kress

Efni:

 

"Sagði hann það vera svívirðing síns krafts að hokra að konum": Paródían í Fóstbræðraögu og Gerplu með sérstöku tilliti til karl- og kvenlýsinga.

 

4. nóvember, mánudagskvöld kl. 20-22

Snorrastofa í Reykholti

Leiðbeinandi Haukur Ingvarsson

 

13. janúar, mánudagskvöld kl. 20-22

Landnámssetur í Borgarnesi

Leiðbeinandi Guðmundur Andri Thorsson

 

3. febrúar, mánudagskvöld kl. 20-22

Snorrastofa í Reykholti

Leiðbeinandi Bergljót S. Kristjánsdóttir

 

3. mars, mánudagskvöld kl. 20-22

Landnámssetur í Borgarnesi

Leiðbeinandi Úlfar Bragason

 

7. apríl, mánudagskvöld kl. 20-22

Snorrastofa í Reykholti

Leiðbeinandi Halldór Guðmundsson

 

Hér má finna upplýsingar um námskeiðið á vef Snorrastofu.