Milvægt samtal

01/02 2013

Halldór Laxness í vinnustofu sinni á Gljúfrasteini.

Málþingið sem haldið var um varðveislu og skráningu er tengjast Halldóri Laxness var fróðlegt og vel sótt. Þræðirnir liggja víða eins og kom fram í framsöguerindum. Málþingið er vonandi upphafið að frekara samstarfi og samtali milli þeirra stofnana sem varðveita skrá og miðla gögnum sem tengjast skáldinu. Það er ljóst að mikið verk er að vinna. Fram komu áhugaverðar hugmyndir sem vert er að skoða nánar.

Erindin voru tekin upp og geta þau sem ekki komust í Norræna húsið séð myndböndin hér fyrir neðan. Pallborðsumræður voru einnig teknar upp en verða settar á vefinn eftir helgina. Þess má einnig geta að Jórunn Sigurðardóttir mun fjalla um málþingið í þætti sínum á Rás 1 sunnudaginn 3. febrúar kl. 15.00.

Dagskrá
Kolbrún Halldórsdóttir býður gesti velkomna.

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

„Sá veit gjörst hvar skórinn kreppir sem hefur hann á fætinum“
Fríða Björk Ingvarsdóttir, stjórnarformaður Gljúfrasteins reifaði tildrög þingsins og ástæður þess að það var haldið.

„Varðveisla og miðlun“
Margrét Sigurgeirsdóttir safnastjóri RÚV og Hreinn Valdimarsson tæknimaður RÚV.

Hlé - Kaffi og meðlæti.

Framsöguerindi:

„Laxness í kvikmyndasafni“
Erlendur Sveinsson forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands,

„Samvinna er lykilatriði“
Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður og fyrrverandi formaður safnaráðs.

„Laxness í Landsbókasafni – öryggi og miðlun“
Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, landsbókavörður .

Pallborð:
Í pallborði sátu Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Ingibjörg Sverrisdóttir landsbókavörður, Erlendur Sveinsson forstöðumaður Kvikmyndasafn Íslands, Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri RÚV og Fríða Björk Ingvarsdóttir formaður stjórnar Gljúfrasteins.