Mexíkóski rithöfundurinn Elena Poniatowska heimsótti Gljúfrastein

12/09 2012

Mexíkóski rithöfundurinn Elena Poniatowska í heimsókn á Gljúfrasteini

Mexíkóski rithöfundurinn Elena Poniatowska er stödd hér á landi vegna þýðingu á einni þekktustu bók sinni Hasta no verte Jesús mío sem kom út árið 1969. Í íslenskri þýðingu Maríu Ránar Guðjónsdóttur ber hún heitið Jesúsa: Óskammfeilin, þverúðug og skuldlaus og er fyrsta bók Elenu Poniatowsku sem þýdd er á íslensku. Forlagið gefur út.
Á meðan dvöl Elenu stendur hefur Forlagið staðið fyrir rithöfundakvöldi í Iðnó henni til heiðurs þar sem var troðfullt út úr dyrum. Einnig stóð Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum ásamt öðrum fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um Elenu Poniatowska sem haldin var í Norræna húsinu 11. september.
Í dag heimsótti Elena Gljúfrastein þar sem hún fékk innsýn í ævistarf Halldórs Laxness og hvernig lífið gekk fyrir sig á Gljúfrasteini þau 50 ár sem Auður og Halldór áttu hér heimili.