Lokað um hátíðarnar og í janúar
20.12 2017
Starfsfólk Gljúfrasteins óskar gestum og velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum innlitið og samstarfið á árinu sem er að líða.
Safnið verður lokað milli jóla og nýárs og sömuleiðis í janúar. Opið verður eftir samkomulagi ef um hópa er að ræða.
Nánari upplýsingar í síma 586 8066 eða á gljufrasteinn@gljufrasteinn.is

Dekkað borð á jólunum á Gljúfrasteini