Lokað á Gljúfrasteini út mars vegna viðhalds

16/02 2016

Gljúfrasteinn að sumarlagi

Gljúfrasteinn verður lokaður vegna viðhalds út mars 2016.

Það er þó að sjálfsögðu hægt að hafa samband í tölvupósti gljufrasteinn@gljufrasteinn.is eða í síma  586 8066 /  863 0685

Sýningin í Þjóðarbókhlöðunni, í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá því að Halldór Laxness hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels, er enn í fullum gangi og mun standa fram í mars.
Á sýningunni gefur að líta margvísleg skjöl úr skjalasafni Halldórs Laxness sem varðveitt er í Þjóðarbókhlöðunni, muni frá Gljúfrasteini og Nóbelsverðlaunin sjálf sem eru í vörslu Seðlabanka Íslands. Þá hefur RÚV unnið sérstakan vef sem tileinkaður er Nóbelsverðlaunum Halldórs Laxness.
Vefurinn er aðgengilegur á snertiskjá á sýningunni.