Ljósmyndir í Sarpi

09/12 2021

Auður Laxness, Svavar Guðnason listamálari og Ásta Eiríksdóttir á Bifröst í  Borgarfirði, líklega í kringum 1960

Undanfarin ár hafa um fimm þúsund ljósmyndir verið skannaðar og skráðar í menningarsögulega gagnagrunninn Sarp. Nú er verið að opna aðgang fyrir almenning á sarpur.is  að þessum myndum. Ljósmyndirnar eru aðallega úr fjölskyldualbúmum og filmusöfnum Halldórs og Auðar. 

Við erum þakklát fyrir upplýsingar sem áhugasamir og fróðir geta bætt við eða leiðrétt. Það er mjög auðvelt að skrifa athugasemdir við hverja mynd á sarpur.is