Laxness í enskum þýðingum

07/04 2012

Halldór Laxness les í vinnustofu sinni árið 1950.

Aðdáendur Halldórs Laxness má finna víða um heim enda hafa verk hans komið út á yfir 40 tungumálum. Útgáfur eru þó mismunandi eftir löndum og oft eru bækur uppseldar eða að erfitt getur verið að nálgast þær. Nokkrir enskumælandi lesendur Halldórs hafa tekið sig til og safnað saman upplýsingum um verk hans sem komið hafa út á ensku. Þarna má meðal annars finna úttektir á þeim bókum sem komið hafa út á ensku, fróðleik um samskipti Halldórs við Bandaríkin, upplýsingar um kvikmyndanir á verkum Halldórs og margt fleira. Þeir sem leggja til efni á síðuna eru allt frá áhugamönnum um bókmenntir yfir í fagfólk í bókmenntageiranum. Þar má meira að segja finna einn Íslending, Silu Aðalsteinsdóttur, útgáfustjóra Máls og menningar. Tengil á síðuna má finna hér fyrir neðan.

Laxness in Translation