Kantata, Milla, Fyrir Lísu og Bíldshöfði á Gljúfrasteini næsta sunnudag

22/11 2012

Borðstofan á aðventunni 2009

Jólin nálgast og fullt af nýjum bókum eru komnar úr prentun. Kristín Marja Baldursdóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Kristín Ómarsdóttir og Bjarni Gunnarsson ríða á vaðið þetta árið og lesa upp úr nýútkomnum verkum sínum á Gljúfrasteini sunnudaginn 25. nóvember. Upplestrarnir hefjast klukkan 16 og er aðgangur ókeypis.

Það verður notaleg stemning og ekkert stress í stofunni. Upplagt til þess að hvíla sig á amstrinu sem óneitanlega fylgir jólaundirbúningnum. Heildardagskrá næstu fjóra sunnudaga má sjá hér.