Jón Kalman og Innansveitarkronika

19/02 2015

Innansveitarkronika 1970

Mosfellskirkja á 50 ára afmæli í apríl. Í tilefni þess býður Lágafellssókn til samverustunda í Mosfellskirku. Fjallað er um bók Halldórs Laxness, Innansveitarkroniku.

Á mánudaginn kemur þann 23. febrúar kl. 17 er komið að síðasta skiptinu, en þá mun Jón Kalman segja frá og spjalla um bókina. Umsjón hefur Sr. Ragnheiður Jónsdóttir.

Innansveitarkronika gerist í Mosfellsdalnum þar sem Halldór Laxness ólst upp. Hann nýtir sér raunverulega atburði sem gerðust frá 1880 og fram á fimmta áratuginn og spinnur sögu í kringum kostulegar deilur sóknarbarna um kirkjubyggingu. Raunar má segja að sagan endurspegli sögu Íslands, allt frá hetjuskap fornaldar til þeirra miklu tímamóta sem heimsstyrjöldin síðari markaði í lífi þjóðarinnar.

Meira um Innansveitarkroniku

Mosfellskirkja í hálfa öld