Jagúarinn er kominn heim

05/06 2020

Opið á Gljúfrasteini allar daga í sumar

Hinn frægi Jagúar sem Halldór Laxness átti er nú kominn á planið fyrir framan Gljúfrastein en það er hans staður á sumrin. Jagúarinn sem er árgerð 1968 og því 52 ára er nú í eigu safnsins og vekur jafnan mikla athygli gesta og gangandi. Á veturna stendur hinn aldni eðalvagn í bílskúr þannig að hann þurfi ekki að þola frost og hríðarbyl. Safnið á Gljúfrasteini er opið alla daga frá klukkan 10-17 og garðurinn umhverfis húsið er líka opinn almenningi. Í nágrenninu eru afar góðar gönguleiðir meðal annars upp með ánni Köldukvísl í átt að Helgufossi og eyðibýlinu Bringum. Hér má nálgast kort sem sýnir gönguleiðir í nágrenni Gljúfrasteins. Kortið er einnig hægt að fá í móttökuhúsi safnsins.
Góða helgi.