Íslensk þjóðlög og sönglög á Gljúfrasteini á sunnudaginn

09/06 2010

Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Hjartarson, alþýðusöngvar

Aðrir stofutónleikar sumarsins hefjast klukkan 16 næstkomandi sunnudag, 13. júní.

Hjónin Hjörleifur Hjartarson og Íris Ólöf Sigurjónsdóttir búa í Svarfaðardal og hafa um árabil sungið íslensk þjóðlög og sönglög fyrir ferðafólk á svokölluðum söngvökum í Minjasafnskirkjunni á Akureyri. Efnisskráin spannar lög allt frá fornöld til nútíma í einföldum raddsetningum með gítarundirleik.

Á Gljúfrasteini verður efnisskráin blanda af gömlum og nýjum íslenskum sönglögum og eitthvað mun nóbelsskáldið koma þar við sögu.

Aðgangseyrir er 1.000 krónur.

Stofutónleikar Gljúfrasteins eru alla sunnudaga kl. 16.00 í sumar.