Halldór Laxness um útigangshross

06/01 2012

Reisubókarkorn 1950

Starfsfólk Gljúfrasteins óskar gestum safnsins og öðrum gleðilegs nýs árs! Gljúfrasteinn mun taka þátt í Safnanótt eins og undanfarin ár sem nú verður 10. febrúar og þemað er  Magnað Myrkur.

 

Halldór Laxness skrifaði greinar um áratuga skeið í íslensk og erlend blöð og tímarit um þjóðfélagsmál af ýmsu tagi. Framan af ritaði hann ótölulegan fjölda ritgerða um þjóð sína og hvernig stuðla mætti að framförum hjá henni. Hann tók virkan þátt í stjórnmálaumræðum um langt árabil, ritaði um umhverfismál og landbúnað, auk menningarrýni af ýmsum toga, svo fátt eitt sé nefnt. Hann var alla tíð umdeildur fyrir skoðanir sínar, enda beitti hann stílvopni sínu af fullu afli ef svo bar undir. Ein þessara greina frá miðri síðustu öld fjallar um útigangshross.