Gljúfrasteinsannáll 2020

30/12 2020

Halldóra Jónsdóttir, móðir Auðar, teiknaði og saumaði veggteppið eftir fyrirmynd á Þjóðminjasafni en ljósið fyrir ofan það smíðaði faðir Auðar, Sveinn Guðmundsson. Flygilinn, sem er af Steinway-gerð, keypti Halldór en áður var í stofunni flygill sem Ragnar í Smára lagði til. Á flyglinum er skúlptúr eftir Erling Jónsson.

Árið 2020 byrjaði með veðurhvelli, hver lægðin á fætur annarri lagðist yfir landið og fólki var suma daga ráðlagt að fara ekki að heiman nema brýna nauðsyn bæri til. Þannig hefst annáll Gljúfrasteins fyrir árið, sem byrjaði með hvelli. Í annálnum er greint frá starfseminni sem gjörbreyttist þegar lokað var fyrir gestum. 

Gleðilegt nýtt ár!