Gljúfrasteinn – hús skáldsins hlýtur viðurkenningu safnaráðs

01/04 2014

Viðurkenning Safnaráðs.

Í febrúar síðastliðnum veitti Mennta- og menningarmálaráðherra 39 söfnum viðurkenningu. Á meðal þessara safna er Gljúfrasteinn – hús skáldsins. Safnaráð gerir tillögu um viðurkenningu safna samkvæmt safnalögum nr. 141/2011 og ber viðurkenndu safni að starfa í samræmi við ákvæði laganna. Starfsfólk Gljúfrasteins fagnar viðurkenningunni og óskar öðrum viðurkenndum söfnum til hamingju með áfangann.