Flygillinn er gripur vikunnar

02/06 2020

Gripur vikunnar er Steinway & Sons flygill sem stendur í stofunni á Gljúfrasteini. Halldór keypti flygilinn í Svíþjóð í kringum 1958. Halldór var mikill aðdáandi verka Jóhanns Sebastíans Bach, en hann kallaði Bach meistara meistaranna og sagði að nafnið eitt fengi „hvert saungvið hjarta til að slá örar“. Halldór lék gjarnan úr prelúdíur og fúgur úr Das Wohltemperierte Klavier eftir Bach, en sú bók stendur opin á nótnaborði flygilsins.

Flygillinn er enn í notkun og spilar stórt hlutverk á stofutónleikum hvert sumar. Stofutónleikaröð sumarsins verður kynnt fljótlega.