Fagrir tónar á fullveldisdegi

01/12 2021

Vetur á Gljúfrasteini

Á þessum bjarta fullveldisdegi er tilvalið að njóta fallegrar tónlistar. Á stofutónleikum okkar í haust komu meðal annars fram þau Hallveig Rúnarsdóttir og Árni Heimir Ingólfsson.
Á Youtube rás Gljúfrasteins má hlusta á þau flytja lagið Send in the clowns eftir Stephen Sondheim.  Upptakan var gerð í stofunni á Gljúfrasteini sumarið 2020.

Því miður falla niður hinir árlegu aðventuupplestrar vegna samkomutakmarkanna.