Dagur íslenskrar tungu og upplestrar skáldsins

16/11 2021

Halldór Laxness les í vinnustofu sinni árið 1950.

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu er vakin athygli á upplestrum Halldórs Laxness sem eru aðgengilegir á spilara Rúv. Meðal bóka sem nú er hægt að hlusta á nóbelskáldið lesa í spilara RÚV eru Gerpla, Brekkukotsannáll, Í túninu heima, Paradísarheimt, Kristnihald undir Jökli, Atómstöðin, Innansveitarkronika og grein Halldórs Hernaðurinn gegn landinu. Einnig má hlýða á Halldór lesa eigin ljóð og ljóðaþýðingar, Passíusálmana og Birtíng eftir Voltaire í þýðingu skáldsins. Upplestrar skáldsins voru gerðir aðgengilegir fyrir almenning í tilefni af  90 ára afmæli RÚV sem hóf útsendingar 20. desember árið 1930. Ákveðið var að færa þjóðinni lestra Halldórs Laxness að gjöf í samstarfi við dætur hans þær Guðnýju og Sigríði Halldórsdætur.