Dagskrá stofutónleika Gljúfrasteins sumarið 2015

27/05 2015

Halldóra Jónsdóttir, móðir Auðar, teiknaði og saumaði veggteppið eftir fyrirmynd á Þjóðminjasafni en ljósið fyrir ofan það smíðaði faðir Auðar, Sveinn Guðmundsson. Flygilinn, sem er af Steinway-gerð, keypti Halldór en áður var í stofunni flygill sem Ragnar í Smára lagði til. Á flyglinum er skúlptúr eftir Erling Jónsson.

Stofutónleikar hafa verið haldnir á Gljúfrasteini frá því sumarið 2006. Tónleikarnir fara fram hvern sunnudag frá byrjun júní til loka ágúst. Stofutónleikarnir hefjast alla sunnudaga kl. 16.00 og er aðgangseyrir 1.500 kr.
Þegar nær dregur birtast nánari upplýsingar fyrir hverja tónleika ýmist hér á heimasíðunni eða á Fésbókarsíðu okkar.

7.júní – Feðgarnir í Tindatríóinu ásamt Arnhildi Valgarðsdóttur píanista leika fjöruga, íslenska tónlist.

14.júní -  Hjónin í Dúó Stemma, þau Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari, flytja tónlist fyrir alla fjölskylduna.

21.júní - Kalinka tríóið flytur bæði rússnesk og íslensk þjóðlög fyrir sópran, harmonikku og domra.

28.júní – Tríó Gunnars Gunnarssonar leikur jazz-skotna sálma af plötunni ‘525‘, sem tilnefnd er til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2015.

5.júlí – Berglind María Tómasdóttir flautuleikari spilar verk fyrir flautu, bæði frumsamin og eftir ýmis virt tónskáld t.d. Telemann og Þorkel Sigurbjörnsson.

12.júlí – Kammerhópurinn Stilla flytur verk eftir A. Dvorák og O. Respighi fyrir strengi, píanó og söng.

19.júlí – Hljómsveitin Vio, sigurvegarar Músíktilrauna 2014 munu spila jarðbundna tónlist með rokkívafi.

26.júlí – Tríó Nor flytur jazztónlist á suðrænum nótum fyrir gítara og bassa.

2.ágúst – Hlín Pétursdóttir, Pamela de Sensei og Eva Þyri Hilmarsdóttir spila fjölbreytta og að mestu franska tónlist fyrir sópran, flautu og píanó.

9.ágúst – Guðrún Ingimarsdóttir sópransöngkona syngur ljóðasöngva við ljóð hinna ýmissa Nóbelskálda.

16.ágúst – Kristjana Arngrímsdóttir söngkona og Kristján Eldjárn Hjartarson gítarleikari leika frumsamið efni við ljóð íslenskra skáldkvenna og Davíðs Stefánssonar.

23.ágúst – Judith Ingólfsson og Vladimir Stoupel leika kammerverk fyrir fiðlu og píanó.

30.ágúst -  Kvartettinn Dísurnar mun flytja klassísk verk fyrir óbó, fiðlu, víólu og selló. Dísurnar skipa þær Eydís Franzdóttir, Bryndís Pálsdóttir, Herdís Anna Jónsdóttir og Bryndís Björgvinsdóttir.