Brekkukotsannáll á georgísku

19/07 2018

Georgíska bókakápan.

Nú á dögunum gaf georgíski bókaútgefandinn Sulakauri út Brekkukotsannál eftir Halldór Laxness á georgísku í þýðingu Rusudan Ghvinepadse og Manana Paitschadse. Bókin ber heitið Tevzis koncerti en í lausri þýðingu merkir það „Fiskitónleikar.“

Brekkukotsannáll kom fyrst út árið 1957 og er fyrsta skáldsaga Halldórs eftir að hann hafði veitt Nóbelsverðlaununum viðtöku en hún var talin frábrugðin fyrri skáldsögum Halldórs og kom mörgum á óvart. Bókin er t.a.m. skrifuð í endurminningarstíl og á alþýðlegu máli og er því nokkuð auðskilin en undir yfirborðinu er þó mikla meiningu að finna.

Bækur Halldórs Laxness hafa verið þýddar á yfir fjörutíu tungumál og útgáfur á verkum hans eru samtals á sjötta hundrað og nú bætist útgáfa Sulakauri á Brekkukotsannál við þann föngulega hóp.