Bókaúrval á Gljúfrasteini

11/12 2013

Höfundar sem lásu upp úr verkum sínum 8. desember 2013. Arngunnur Árnadóttir, Ingunn Ásdísardóttir, Guðmundur Andri Thorsson og Eiríkur Guðmundsson. Á myndina vantar Jón Kalman Stefánsson.

Aðventuupplestrar Gljúfrasteins halda áfram næstkomandi sunnudag kl. 16.00. Úrvalið verður fjölbreytt þennan sunnudaginn því lesið verður upp úr skáldsögu, ljóðum, barnabók og þýddu verki. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

 

15. desember
Sigurlín Bjarney Gísladóttir – Bjarg
Sjón – Mánasteinn
Þórdís Gísladóttir - Randalín og Mundi í Leynilundi
Sigrún Á. Eiríksdóttir - Minnisbók Mayu eftur Isabel Allende

Hér má sjá dagskrá aðventuupplestranna í heild sinni.