Aðventuupplestrar framundan

23/11 2010

Borðstofan á aðventunni 2009

Nú um aðventuna er í sjöunda sinn boðið til upplestra rithöfunda úr nýútgefnum bókum. Aðventuupplestrar hafa verið fastur punktur í viðburðaflóru Gljúfrasteins frá opnun haustið 2004 enda andrúmsloftið í stofunni einstakt og tilvalið fyrir slíka andlega næringu í erli komandi vikna.

Fyrstu aðventuupplestrarnir verða sunnudaginn 28. nóvember. Dagskráin hefst kl. 16:00, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Dagskráin 2010:

28. nóvember

Ingibjörg Hjartardóttir-Hlustarinn
Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir-Mörg eru ljónsins eyru
Sigurbjörg Þrastardóttir-Brúður
Steinunn Jóhannesdóttir-Heimanfylgja: Skáldsaga um uppvöxt Hallgríms Péturssonar byggð á heimildum um ættfólk hans og samtíð

5. desember

Bragi Ólafsson-Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson
Ólafur Haukur Símonarson-Ein báran stök
Sigríður Pétursdóttir-Geislaþræðir
Ari Trausti Guðmundsson-Blindhæðir

12. desember

Kristín Eiríksdóttir-Doris deyr
Elías Knörr-Sjóarinn með morgunhestana undir kjólnum
Einar Kárason-Mér er skemmt
Óskar Árni Óskarsson-Þrjár hendur

19. desember

Eiríkur Guðmundsson-Sírópsmáni
Gerður Kristný- Blóðhófnir
Bjarki Bjarnason-Líkmenn glatkistunnar
Ófeigur Sigurðsson-Skáldsaga um Jón & hans rituðu bréf til barnshafandi konu sinnar þá hann dvaldi í helli yfir vetur & undirbjó komu hennar & nýrra tíma