„Sólin er komin“ – Mugison syngur inn sumarið á Gljúfrasteini

Loksins, loksins – stofutónleikaröð Gljúfrasteins hefst á sunnudaginn! Enginn annar en Mugison ríður á vaðið og syngur inn sumarið í stofunni á Gljúfrasteini. Andi skáldsins mun svífa yfir vötnum á tónleikunum en fáir hafa haft jafnmikil áhrif á Mugison og Halldór Laxness. Í bland við notalega tóna er aldrei að vita nema Mugison segi frá kynnum sínum af Heimsljósi og brostnum íþróttadraumum sem fylgdu í kjölfarið.

Tónleikarnir hefjast kl. 16 sunnudaginn 5. júní. Aðgangseyrir er 3.500 kr. og miðasala fer fram í móttöku safnsins fyrir tónleika. Við bendum gestum á að næg bílastæði eru við Jónstótt.

Stofutónleikar verða haldnir á Gljúfrasteini alla sunnudaga kl. 16 út ágústmánuð. Sjáumst í sumarskapi!
 

Til baka í viðburði