Einstakur vetrarviðburður Ragnars Kjartanssonar

18/10 2019

Ragnar Kjartansson, Davíð Þór Jónsson og Kristín Anna Valtýsdóttir halda,
10. nóvember næstkomandi, tónleika í stofunni á Gljúfrasteini uppúr bókinni
Reginfjöll að Haustnóttum eftir Kjartan Júlíusson á Skáldstöðum efri.
Halldór Laxness skifaði formála að bókinni árið 1978. Í henni má finna frásagnir Kjartans um skemmtigöngur hans um reginfjöll að síðhausti og undurfagrar frásagnir af draugum og heimalningum. 

Tónleikarnir hefjast klukkan 16, sunnudaginn 10. nóvember. Aðgöngumiðar verða seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs frá kl. 15 og kosta 3500 kr. 
Mælt er með að fólk mæti tímalega til að tryggja sér miða og sæti.

Hér má finna viðburðinn á Facebooksíðu safnsins 

Ragnar Kjartansson, listamaður