Á sérvef Ríkisútvarpsins um bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1955, er að finna efni úr safni Ríkisútvarpsins og frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem snýr að heimkomu Halldórs Laxness með Gullfossi 4. nóvember 1955 eftir að tilkynnt var um verðlaunin og einnig frá hátíðinni sjálfri 10. desember.
Á vefnum eru myndir frá heimkomu Halldórs og verðlaunaafhendingunni og einnig hljóðupptökur af athöfninni 4. nóvember, en dagskránni var útvarpað beint í Ríkisútvarpinu.
Árið 2015 útbjó Ríkisútvarpið nýjan vef í tilefni þess að 60 ár voru liðin síðan Halldór hlaut Bókmenntaverðlaun Nóbels. Á vefnum er að finna ítarlega umfjöllun um aðdraganda þess að Halldór hlaut verðlaunin og frásagnir frá hinum ýmsu hátíðahöldum sem fram fóru í tengslum við verðlaunaafhendinguna bæði hér á Íslandi og í Svíþjóð. Gömul útvarps- og sjónvarpsviðtöl við skáldið má finna á vefnum og einnig myndskeið frá verðlaunaafhendingunni sjálfri. Vefinn má finna hér: Nóbelsvefur RÚV