Upptaka frá samtali um skáldskap og myndlist: Joan Jonas og Ragnar Kjartansson

30.09 2025

Í tilefni sýningar Ragnars Kjartanssonar á verkinu Heimsljós í Listasafni Reykjavíkur og 70 ára afmælis Nóbelsverðlauna Halldórs Laxness, buðu Listasafn Reykjavíkur og Gljúfrasteinn til einstaks viðburðar þar sem myndlist og bókmenntir mættust. Viðburðurinn fór fram á ensku.


Hér má sjá upptöku frá samtali þeirra Ragnars og bandarísku myndlistarkonunnar Joan Jonas við Markús Þór Andrésson safnstjóra Listasafns Reykjavíkur.

Ragnar Kjartansson og Joan Jonas við Gljúfrastein 8. september 2025 þegar verk Joan Jonas var tekið upp.