Laufey Sigurðardóttir og Páll Eyjólfsson á Gljúfrasteini

Laufey Sigurðardóttir, fiðla, og Páll Eyjólfsson, gítar

Stofutónleikaröð Gljúfrasteins 2008 hófst sunnudaginn 1. júní þegar tvíeykið Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari léku í stofu nóbelsskáldsins.

Laufey Sigurðardóttir og Páll Eyjólfsson hafa starfað saman frá árinu 1986. Þau hafa haldið tónleika víðs vegar um landið sem og erlendis og gert upptökur fyrir útvarp og sjónvarp. Á efnisskrá þeirra voru verk frá barokk-tímanum til okkar daga.

Efnisskrá

Niccolo Paganini (1782–1840)
Úr “Centone di Sonate”
Nr. III
Introduzione
Larghetto cantabile
Nr. VI
Larghetto cantabile
Rondo

Phillip Houghton (1954)
Two Night Movements (1990-1995)
Full Moon
Banshee

Astor Piazzolla (1921–1992)
Oblivion   (Umritun: P.E.)
Bordel-1900