Frá Bach til Boss – fiðla að hætti Hjörleifs

Hjörleifur Valsson, fiðla

Hjörleifur Valsson fiðluleikari hélt tónleika sunnudaginn 17. ágúst í stofunni á Gljúfrasteini. Hjörleifur hóf leikinn á sónötuköflum eftir Bach, lék svo verk eftir Paganini og endaði á þjóðlaga fantasíu með hjálp galdrameistara nútímans, eins og hann sagði sjálfur frá.

Hjörleifur Valsson lauk einleikaraprófi frá tónlistarháskólanum í Ósló árið 1993, þar sem aðalkennari hans var Eivind Aadland, en hlaut þá styrk frá tékkneska ríkinu til náms við Prag konservatoríið. Þar nam hann fiðluleik og kammertónlist í þrjú ár, auk þess að leika með ýmsum kammerhópum og hljómsveitum þar í borg. Hjörleifur er mjög virkur í íslensku tónlistarlífi og kemur víða við sem fiðluleikari auk þess að kenna fiðluleik við tónlistarskóla Hafnarfjarðar.

Hjörleifur leikur á fiðlu smíðaða af Antonio Stradivari frá árinu 1732, sem er í eigu Ingunnar G. Wernersdóttur.