Ragnheiður Gröndal á stofutónleikum á Gljúfrasteini.

Ragnheiður Gröndal kemur fram ásamt Guðmundi Péturssyni gítarleikara á næstu stofutónleikum sunnudaginn 23.júní kl. 16. Þau munu spila ýmislegt af ferli Ragnheiðar auk laga af nýjustu plötu hennar, Töfrabörn.

Ragnheiður Gröndal

Stofutónleikar Gljúfrasteins eru haldnir hvern sunnudag frá 2. júní til 25. ágúst og hefjast þeir kl. 16:00. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs og kosta 2500 kr. Ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri. 

Dagskrá stofutónleikanna má sjá í held sinni hér

Til baka í viðburði